Heiðursmerki Sigurðar Þórarinssonar
Útlit
(Endurbeint frá Sigurdur Thorarinsson Medal)
Heiðursmerki eða Heiðurspeningur Sigurðar Þórarinssonar – (Thorarinsson medal) – er viðurkenning, sem Alþjóðasamtök um eldfjallafræði (IAVCEI) veita fyrir frábært framlag á sviði almennrar eldfjallafræði, og er æðsta viðurkenning sem samtökin veita. Hún er kennd við íslenska jarðfræðinginn og eldfjallafræðinginn Sigurð Þórarinsson (1912–1983).
Þeir sem hlotið hafa viðurkenninguna eru:
- 1987 - Robert L. Smith (Bandaríkjamaður)
- 1989 - George P.L. Walker (Englendingur)
- 1993 - Hans U. Schmincke (Þjóðverji)
- 1997 - Richard V. Fisher (Bandaríkjamaður)
- 2000 - Keiiti Aki (f. í Japan, starfaði í Bandaríkjunum)
- 2004 - Wes Hildreth (Bandaríkjamaður)
- 2008 - Stephen Sparks, fullu nafni Robert Stephen John Sparks (Englendingur), veitt á þingi samtakanna í Reykjavík
- 2013 - Barry Voight (Bandaríkjamaður)
Stefnt er að því að veita þessa viðurkenningu á u.þ.b. fjögurra ára fresti.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Thorarinsson Medal“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. febrúar 2008.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Heimasíða IAVCEI Geymt 6 maí 2009 í Wayback Machine