Sigurdór og Hljómsveit Svavars Gests - Þórsmerkurljóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sigurdór og Hljómsveit Svavars Gests
Forsíða Sigurdór og Hljómsveit Svavars Gests - Þórsmerkurljóð

Bakhlið Sigurdór og Hljómsveit Svavars Gests - Þórsmerkurljóð
Bakhlið

Gerð 45-2012
Flytjandi Hljómsveit Svavars Gests, Sigurdór Sigurdórsson, kvennakór
Gefin út 1960
Tónlistarstefna Dægurlög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

Sigurdór og Hljómsveit Svavars Gests er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1960. Á henni flytja Hljómsveit Svavars Gests, Sigurdór Sigurdórsson og kvennakór tvö lög. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Umslag: Amatörverslunin ljósmyndastofa. Pressun: AS Nera í Osló. Prentun: ÞEGG.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

  1. Mustafa - Lag - texti: Tyrkneskt alþýðulag - Jón Sigurðsson
  2. Þórsmerkurljóð - Lag - texti: Þýskt alþýðulag - Sigurður Þórarinsson - Hljóðdæmi 


Sigurdór Sigurdórsson sem söng hið vinsæla Þórsmerkurljóð.

Texti af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

Í þau tíu ár, sen hljómsveitin hefur starfað, hafa aðeins tvö lög komist á efnisskrá hljómsveitarinnar fyrir einskærara tilviljun, það eru einmitt lögin sem eru á þessari plötu - en það er hinsvegar ekki fyrir tilviljun að þau eru saman á plötu, því af þeim hundruðum laga sem hljómsveitin hefur tekið til flutnings á starfsferli sínum hafa engin önnur lög vakið jafnmikla hrifningu.

Skal ég nú skýra frá hvernig lögin bárust okkur. Ferðafélag Íslands heldur jafnaðarlega skemmtifundi sína í Sjálfstæðishúsinu, þar sem hljómsveitin leikur. Á miðjum síðasta vetri þegar hljómsveitin hóf að leika fyrir dansi eftir að skemmtlatriðum á einum fundinun var lokið, tók ég eftir því, að fjölrituð blöð voru á borðum gestanna, og á þessum blöðum voru vísur sem nefndust Þórsmerkurljóð, eftir Sigurð Þórarinsson jarðfræðing, sem er aðaldriffjöðurin í skemmtistarfsemi Ferðafélagsins. Hann hafði sungið vísurnar áður en við komum og var nú beðinn um að syngja þær enn á ný með hljómasveitinni, við kunnum lagið reyndar ekkl, en það var auðlært og allt fór vel. Síðan lékum við lagið á flestum dansleikjum og Sigurdór söng vísurnar - og má sannarlega segja, að Þórsmerkjurljóð hafi á nokkrum vikum farið eins og eldur í sinu um allt landið.

Síðara lagið barst okkur í hendur á ekki ósvipaðan hátt. Við vorum að leika í veizlu í Sjálfstæðishúsinu seinni hluta sl. vetrar, þegar einn gestanna kemur upp á sviðið til mín og spyr mig hvort við lékum Mústafa. Ég neitaði því og sagðist aldrei hafa heyrt á lagið minnst. Hann sagði mér, að hann hefði verið að koma frá Evrópu þar sen lagið væri mjög vinsælt. Þetta var einn af fulltrúum Íslands á Genfar-ráðstefnunni, sem þá var nýafstaðin, Davíð Ólafsson fiskimálastjóri. Hann var svo vinsamlegur að lána okkur plötu, sem hann átti með þessu sérstæða lagi. Við æfðum lagið upp - og það gaf Þórsmerkurljóði lítið eftir hvað vinsældir snerti. Á þessari plötu er lagið með íslenzkum texta eftir Jón Sigurðsson.

Þetta er fyrsta plata hljómsveitarinnar, ég vona að þér falli hín í geð. Hún varð til fyrir tilstilli ýmissa aðila, sem ég vil færa þakklæti: Dagfinni Sveinbjörnssyni yfirmagnaraverði Ríkisútvarpsins, sem hafði umsjón með upptöku plötunnar, Jóni Sigurðssyni, textahöfundi, Eyþóri Þorlákssyni gítarlelkara, sem útsetti bæði lögin, Íslenzkum Tónum sem gáfu plötuna út og þá ekki hvað sízt þeim Sigurði Þórarinssyni og Davíð Ólafssyni, ótrúlegt en satt - án þeirra væri þessi plata ekki til. - Svavar Gests