Sigurboginn

Hnit: 48°52′25.6″N 2°17′42.1″A / 48.873778°N 2.295028°A / 48.873778; 2.295028
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

48°52′25.6″N 2°17′42.1″A / 48.873778°N 2.295028°A / 48.873778; 2.295028

Sigurboginn er eitt af táknum Parísarborgar

Sigurboginn (franska: Arc de Triomphe) er minnisvarði í París, Frakklandi og stendur hann í miðju Charles de Gaulle-torgs sem er einnig þekkt undir nafninu Place de l'Étoile eða Stjörnutorg. Torgið er við vestari enda Champs-Élysées. Sigurboginn var reistur til að heiðra þá sem börðust fyrir Frakkland sérstaklega í stríðum Napóleons. Á innanverðum boganum og efst á honum eru nöfn allra herforingjanna sem börðust svo og nöfn á öllum stríðunum. Undir boganum er gröf hins óþekkta hermanns.

Sigurboginn

Sigurboginn er miðja hins Sögulega áss (L'Axe historique) en það er röð minnisvarða og breiðgatna á leið sem teygir sig frá hallargörðum Louvre að útjaðri Parísar. Minnisvarðinn var hannaður af Jean Chalgrin árið 1806 og á honum eru myndir sem sýna á víxl hetjuleg, nakin, frönsk ungmenni og skeggjaða þýska hermenn í herklæðum. Hönnunin lagði grunninn fyrir almenna minnisvarða með sigursælum, þjóðernissinnuðum skilaboðum, fram að fyrri heimsstyrjöld.

Minnismerkið er 49,5 metra hátt, 45 metra breitt og 22 metrar á þykkt. Það er næst stærsti sigurbogi í heimi. Hönnun þess tók mið af hinum rómverska Títusarboga. Sem dæmi um stærð Sigurbogans má nefna að þremur vikum eftir sigurgönguna í París 1919 sem markaði endalok fyrri heimstyrjaldarinnar, flaug Charles Godefroy á Nieuport flugvél sinni gegnum bogann og var atburðurinn festur á filmu í fréttaskoti.

Viðhald[breyta | breyta frumkóða]

Í byrjun sjöunda áratungsins hafði kolasót svert minnisvarðinn mikið og á árunum 1965-1966 var Sigurboginn sandblásinn og hreinsaður vel. Árið 2007 mátti sjá að hann var farinn að dökkna á nýjan leik.

Aðgengi[breyta | breyta frumkóða]

Aðgengi fyrir fótgangandi er um undirgöng. Mjög mikil og hættuleg umferð er á hringtorginu sem tengir breiðgöturnar umhverfis bogann og ekki er mælt með því að hætta sér út í hana. Ein lyfta er í Sigurboganum og með henni er hægt að komast á næstu hæð undir útsýnishæðinni sem er að utanverðu efst á minnisvarðanum. Þeim sem heimsækja bogann gefst kostur á að klifra upp 284 þrep til að komast efst upp á Sigurbogann eða að taka lyftuna og ganga því næst upp 46 þrep. Að ofan um dásamlegt útsýni yfir París, yfir tólf aðal breiðgöturnar sem liggja að Place de l´Étoile eða Stjörnutorginu og hringiðunni á hringtorginu umhverfis Sigurbogann. Til að komast að Sigurboganum er hægt er að nota neðanjarðarlestarkerfið (RER eða Métro) að viðkomustaðnum Charles de Gaulle – Etoile.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

„Wikipedia“. Sótt 4. apríl 2008.