Fara í innihald

Sigurður Sævar Magnúsarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigurður Sævar Magnúsarson (fæddur 15. september 1997) er íslenskur myndlistarmaður.

Sigurður hefur vakið töluverða athygli síðustu ár fyrir viðamiklar sýningar og fjölbreytt verk. Árið 2019 fékk hann inngöngu í Konunglegu listaakademíuna í Haag, Hollandi.[1]

Sigurður heillaðist af myndlist einungis sjö ára gamall er hann fór á sýningu Ólafs Elíassonar (Ólafur Elíasson) , Frostvirkni (e. frost activity), í Listasafni Reykjavíkur árið 2004. Í september 2007 tók hann ákvörðun um að gerast myndlistarmaður eftir að hafa fengið að gjöf málningu, pensla og striga í 10 ára afmælisgjöf. Með nokkrum sanni má því segja að myndlistin hafi átt hug hans allar götur síðan. Árið 2011, aðeins þrettán ára að aldri, hélt hann sína fyrstu myndlistarsýningu á menningarnótt í glersal Höfðatorgs í samstarfi við Simma og Jóa, stofnendur Hamborgarafabrikkunnar. Hann hefur síðan þá staðið fyrir og tekið þátt í ýmsum sýningum á Íslandi en hans stærstu sýningar hingað til eru myndlistarsýningarnar ÁHRIF í Perlunni í september 2016[2] og MEÐBYR í Norðurljósasal Hörpu




Helstu sýningar

[breyta | breyta frumkóða]
Ár Staðsetning Tegund
2011 Höfðatorg Einkasýning
2011 Laugavegur 20b Einkasýning
2012 Vesturbæjarlaug Einkasýning
2012 Grandagarður 2 Samsýning
2012 Ráðhús Reykjavíkur Samsýning
2013 Gallery ART67 Einkasýning
2013 Víðihlíð Einkasýning
2013 Lækjartorg Samsýning
2013 KEX-hostel Einkasýning
2014 Harpa Samsýning
2014 Sjóminjasafnið Einkasýning
2016 Perlan Einkasýning
2017 Harpa (tónlistarhús) Einkasýning
2017 Kringlan Einkasýning
  1. „Leið eins og fertugum karli“. www.mbl.is. Sótt 21. maí 2021.
  2. „Sigurður Sævar opnar sýningu í Perlunni“. RÚV. 23. september 2016. Sótt 21. maí 2021.