Sigurður Ólafsson og Sigurveig Hjaltested syngja
Útlit
Sigurður Ólafsson og Sigurveig Hjaltested syngja | |
---|---|
IM 30 | |
Flytjandi | Sigurður Ólafsson, Sigurveig Hjaltested, hljómsveit Carl Billich |
Gefin út | 1953 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Sigurður Ólafsson og Sigurveig Hjaltested syngja er 78-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1953. Á henni syngur Sigurður Ólafsson lagið Kvöldkyrrð og Sigurður og Sigurveig Hjaltested syngja saman lagið Blikandi haf. Útsetning og hljómsveitarstjórn var í höndum Carl Billich. Hljómsveitina skipuðu auk Billich, Josef Felzmann, fíðla, Bragi Hlíðberg, harmonika, Trausti Thorberg, gítar og Einar B. Waage, bassi. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Pressun: AS Nera í Osló.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Kvöldkyrrð - Lag - texti: Jónatan Ólafsson - Númi Þorbergsson
- Blikandi haf - Lag og texti: Freymóður Jóhannsson (Tólfti september) - ⓘ
Nótnahefti
[breyta | breyta frumkóða]-
Drangeyjarútgáfan gaf út nótur við lagið Kvöldkyrrð. Alþýðuprentsmiðjan prentaði.
-
Nótur af Blikandi hafi. Alþýðuprentsmiðjan prentaði.