Fara í innihald

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigríður Eyrún Friðriksdóttir (f. 9. maí 1976) er íslensk leikkona.

Sigga Eyrún lærði leiklist í Guildford School of Acting í Bretlandi. Hún hefur einnig lokið námi í söng við Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn og lærði einnig söng hjá Elaine Overholt (raddþjálfari í söngleikjamyndunum Chicago og Hairspray) í Toronto í Kanada og í F.Í.H. og Söngskóla Reykjavíkur.

Sigríður er annar helmingur dúettsins VIGGÓ OG VÍÓLETTA ásamt Bjarna Snæbjörnssyni. Þau eru Söngleikjakóngur og –drottning Íslands og haustið 2011 frumsýndu þau sinn eigin Sjálfshjálparsöngleik í sýningunni Uppnám í Leikhúskjallaranum (Þjóðleikhúsið).

Hún hefur starfað sem leikari við Borgarleikhúsið (Grettir og Jesus Christ Superstar) og er fastráðinn leikari hjá Sýrlandi Hljóðsetningu við að talsetja teiknimyndir og auglýsingar. Teiknimyndapersónur sem hún hefur ljáð rödd sína (hjá Sýrlandi og annars staðar) eru m.a.: Eydís í Finnboga og Felix, Diego í Diego, Ungfrú Málglöð/Sól/Hrekkjótt/Stríðin í Herramönnum, Jimmy Neutron, Hrappur/Selma/ofl í Bubby Byggir bíómyndinni, mamman í Coraline, Múmínsnáði/Múmínmamma/Mía litla í Múmínálfunum (RÚV 2011) og fleiri teiknimyndir. Hún talar þá fyrir Gleði í Inside out myndinni Þá talsetur hún Fílsa í Fílsi og vélarnar


Sjónvarpsþáttur byrjaði sem skopstæling milli Barney risaeðlu og Jim Henson.  Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.