Sigdalurinn mikli
Útlit
Sigdalurinn mikli er gríðarstórt misgengi á plötuskilum Afríkuflekans, Arabíuflekans og Indlandsflekans.
Norðurhluti misgengisins myndar dal árinnar Jórdan við botn Miðjarðarhafs, um Galíleuvatn og Dauðahaf að Akabaflóa og gegnum Rauðahaf.
Syðri hlutinn teygist frá Adenflóa og klofnar í þrennt við Afardældina á horni Afríku. Eystra misgengið myndar úthafshrygg meðfram flekaskilunum en vestari helmingurinn heldur áfram inn í land og klýfur eþíópísku hásléttuna í tvennt. Eftir það (við Stóru vötnin) skiptist sigdalurinn í eystri og vestri sigdalinn sem liggja hvor sínum megin við Viktoríuvatn.
Sigdalurinn endar svo við ósa Sambesífljóts í Mósambík.