Fara í innihald

Sif Ríkharðsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sif Ríkharðsdóttir
StörfPrófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands

Sif Ríkharðsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.[1]

Sif Ríkharðsdóttir tók við stöðu í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands árið 2012. Þar áður var hún gestafræðimaður (Visiting Fellow) við Clare Hall við Cambridge háskólann í Englandi (2011). Hún hefur gegnt stöðu prófessors við Háskóla Íslands frá 2017.[2] Rannsóknir hennar beinast aðallega að evrópskum miðaldabókmenntum, tilfinningafræðum, menningarmiðlun og menningarmótum, þýðingum og kynjafræði[3][4] en bækur hennar og greinar hafa komið út í Bretlandi, Íslandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, bæði innan Háskóla Íslands og alþjóðlega. Hún hefur meðal annars verið greinarformaður í almennri bókmenntafræði, verið formaður framhaldsnámsnefndar, setið í vísindanefnd Hugvísindasviðs og setið í stjórn Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands. Hún hefur verið formaður fagráða og setið í alþjóðlegum fagráðum fyrir evrópska og innlenda styrki, meðal annars Rannsóknasjóðs Íslands, HERA (Humanities in the European Research Area), Írska rannsóknaráðið (Irish Research Council) og Pólska rannsóknaráðið (National Science Centre of Poland Geymt 3 júlí 2019 í Wayback Machine). Hún var forseti norrænu deildar hins alþjóðlega félags í Arthúrsfræðum (International Arthurian Society Geymt 4 júlí 2019 í Wayback Machine)[5] og situr í ritnefnd hjá Boydell and Brewer í Bretlandi[6] og hjá L’Erma di Bretschneider á Ítalíu ásamt því að hafa verið kosin í ýmis trúnaðarstörf hjá Akademíu miðaldafræða í Bandaríkjunum[7][8] (Medieval Academy of America).

Hún hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar, meðal annars Mellon Fellowship til rannsókna á frumheimildum ásamt því að hafa hlotið gestafræðimanna- eða gestaprófessorastöður (Visiting Fellowships/ Visiting Professorship) við Háskólann í Feneyjum, The Institute for Advanced Studies við Háskólann í Bristol, Háskólann í Cambridge og hún var Northern Scholars Lecturer við Háskólann í Edinborg árið 2016.[2] Hún hefur bæði stýrt og tekið þátt í fjölda alþjóðlegra rannsóknarverkefna. Sem dæmi má nefna alþjóðlega rannsóknarverkefnið „Emotion and the Medieval Self in Northern Europe“, sem stýrt er af henni og styrkt af RANNÍS, og verkefnið „Charlemagne: A European Icon“ sem stýrt er af Marianne Ailes og var styrkt af Leverhulme Trust í Bretlandi.

  1. Háskóli Íslands. Sif Ríkharðsdóttir Professor. Sótt 3. júlí 2019 af: https://www.hi.is/staff/sifr
  2. 2,0 2,1 „Sif Rikhardsdottir. Professor of Comparative Literature. About“. Sótt 3. júlí 2019.
  3. Háskóli Íslands. (e.d.). Brjálæði í miðaldabókmenntum. Sótt 3. júlí 2019 af: https://www.hi.is/visindin/brjalaedi_i_midaldabokmenntum
  4. Bára Huld Beck. (2018, 6. janúar). Tilfinningar eru sammannlegar – en birtingarmyndirnar ólíkar. Kjarninn. Sótt 3. júlí 2019 af: https://kjarninn.is/skyring/2018-01-05-tilfinningar-eru-sammannlegar-en-birtingarmyndirnar-mismunandi/
  5. International Arthurian Society. Brances & Committees. Sótt 3. júlí 2019 af: http://internationalarthuriansociety.com/branches-and-committees Geymt 7 júlí 2019 í Wayback Machine
  6. Boydell & Brewer. Series Editors. Sótt 3. júlí 2019 af: https://boydellandbrewer.com/bb-authors-studies-in-old-norse-literature
  7. The Medieval Academy of America. Nominating Committee. Sótt 3. júlí 2019 af: https://www.medievalacademy.org/page/Nominating?&hhsearchterms=%22rikhardsdottir%22
  8. The Medieval Academy of America. Leeds Program Committee. Sótt 3. júlí 2019 af: https://www.medievalacademy.org/page/LeedsCommittee?&hhsearchterms=%22rikhardsdottir%22

Fræðigreinar og bókakaflar

[breyta | breyta frumkóða]