Sif Ríkharðsdóttir
Sif Ríkharðsdóttir | |
---|---|
Störf | Prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands |
Sif Ríkharðsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.[1]
Ferill
[breyta | breyta frumkóða]Sif Ríkharðsdóttir tók við stöðu í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands árið 2012. Þar áður var hún gestafræðimaður (Visiting Fellow) við Clare Hall við Cambridge háskólann í Englandi (2011). Hún hefur gegnt stöðu prófessors við Háskóla Íslands frá 2017.[2] Rannsóknir hennar beinast aðallega að evrópskum miðaldabókmenntum, tilfinningafræðum, menningarmiðlun og menningarmótum, þýðingum og kynjafræði[3][4] en bækur hennar og greinar hafa komið út í Bretlandi, Íslandi, Bandaríkjunum og Þýskalandi.
Hún hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, bæði innan Háskóla Íslands og alþjóðlega. Hún hefur meðal annars verið greinarformaður í almennri bókmenntafræði, verið formaður framhaldsnámsnefndar, setið í vísindanefnd Hugvísindasviðs og setið í stjórn Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands. Hún hefur verið formaður fagráða og setið í alþjóðlegum fagráðum fyrir evrópska og innlenda styrki, meðal annars Rannsóknasjóðs Íslands, HERA (Humanities in the European Research Area), Írska rannsóknaráðið (Irish Research Council) og Pólska rannsóknaráðið (National Science Centre of Poland Geymt 3 júlí 2019 í Wayback Machine). Hún var forseti norrænu deildar hins alþjóðlega félags í Arthúrsfræðum (International Arthurian Society Geymt 4 júlí 2019 í Wayback Machine)[5] og situr í ritnefnd hjá Boydell and Brewer í Bretlandi[6] og hjá L’Erma di Bretschneider á Ítalíu ásamt því að hafa verið kosin í ýmis trúnaðarstörf hjá Akademíu miðaldafræða í Bandaríkjunum[7][8] (Medieval Academy of America).
Hún hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar, meðal annars Mellon Fellowship til rannsókna á frumheimildum ásamt því að hafa hlotið gestafræðimanna- eða gestaprófessorastöður (Visiting Fellowships/ Visiting Professorship) við Háskólann í Feneyjum, The Institute for Advanced Studies við Háskólann í Bristol, Háskólann í Cambridge og hún var Northern Scholars Lecturer við Háskólann í Edinborg árið 2016.[2] Hún hefur bæði stýrt og tekið þátt í fjölda alþjóðlegra rannsóknarverkefna. Sem dæmi má nefna alþjóðlega rannsóknarverkefnið „Emotion and the Medieval Self in Northern Europe“, sem stýrt er af henni og styrkt af RANNÍS, og verkefnið „Charlemagne: A European Icon“ sem stýrt er af Marianne Ailes og var styrkt af Leverhulme Trust í Bretlandi.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Háskóli Íslands. Sif Ríkharðsdóttir Professor. Sótt 3. júlí 2019 af: https://www.hi.is/staff/sifr
- ↑ 2,0 2,1 „Sif Rikhardsdottir. Professor of Comparative Literature. About“. Sótt 3. júlí 2019.
- ↑ Háskóli Íslands. (e.d.). Brjálæði í miðaldabókmenntum. Sótt 3. júlí 2019 af: https://www.hi.is/visindin/brjalaedi_i_midaldabokmenntum
- ↑ Bára Huld Beck. (2018, 6. janúar). Tilfinningar eru sammannlegar – en birtingarmyndirnar ólíkar. Kjarninn. Sótt 3. júlí 2019 af: https://kjarninn.is/skyring/2018-01-05-tilfinningar-eru-sammannlegar-en-birtingarmyndirnar-mismunandi/
- ↑ International Arthurian Society. Brances & Committees. Sótt 3. júlí 2019 af: http://internationalarthuriansociety.com/branches-and-committees Geymt 7 júlí 2019 í Wayback Machine
- ↑ Boydell & Brewer. Series Editors. Sótt 3. júlí 2019 af: https://boydellandbrewer.com/bb-authors-studies-in-old-norse-literature
- ↑ The Medieval Academy of America. Nominating Committee. Sótt 3. júlí 2019 af: https://www.medievalacademy.org/page/Nominating?&hhsearchterms=%22rikhardsdottir%22
- ↑ The Medieval Academy of America. Leeds Program Committee. Sótt 3. júlí 2019 af: https://www.medievalacademy.org/page/LeedsCommittee?&hhsearchterms=%22rikhardsdottir%22
Bækur
[breyta | breyta frumkóða]- Emotion in Old Norse Literature: Translations, Voices, Contexts Geymt 4 júlí 2019 í Wayback Machine. Studies in Old Norse Literature I (Cambridge: D. S. Brewer, 2017).
- Medieval Translations and Cultural Discourse: The Movement of Texts in England, France and Scandinavia Geymt 4 júlí 2019 í Wayback Machine. (Cambridge: D. S. Brewer, 2012).
- Medieval Emotionality: The Feeling Subject in Medieval Literature, Comparative Literature 69:1 (2017).
- The Gawain Poet in Oxford Handbooks Online, ed. James Simpson (Oxford: Oxford University Press, 2014).
- Arthur of the North: Histories, Emotions and Imaginations, Special Issue of Scandinavian Studies 87.1 (2015), edited by Bjørn Bandlien, Stefka G. Eriksen and Sif Rikhardsdottir.
Fræðigreinar og bókakaflar
[breyta | breyta frumkóða]- ‘Empire of Emotion: The Formation of Emotive Literary Identities and Mentalities in the North’, in Crossing Borders in the Insular Middle Ages, edited by Aisling Byrne and Victoria Flood, Medieval Texts and Cultures of Northern Europe 30, Turnhaut: Brepols, 2019, 189-210.
- ‘The Phantom of Romance: Traces of Romance Transmission and the Question of Originality’, in Medieval Romance Across European Borders, edited by Miriam Muth, Medieval Narratives in Transmission 1, Turnhaut: Brepols, 2018, 133-51.
- 'Chronology, Anachronism and Translatio Imperii', in Handbook of Arthurian Romance: King Arthur’s Court in Medieval European Literature, edited by Johnny McFadyen and Leah Tether, Berlin: De Gruyter, 2017, 135-49.
- ‘Medieval Emotionality: The Feeling Subject in Medieval Literature’, Comparative Literature 69.1 (2017), 74-90.
- ‘Translating Emotion: Vocalisation and Embodiment in Yvain and Ívens saga’, Emotions in Medieval Arthurian Literature: Body, Mind, Voice, edited by Frank Brandsma, Carolyne Larrington and Corinne Saunders, Cambridge: D. S. Brewer, 2015, 161-79.
- ‘The Gawain Poet’, in Oxford Handbooks Online, ed. James Simpson, Oxford: Oxford University Press, October 2014.
- Sif Rikhardsdottir and Stefka G. Eriksen, ‘État présent: Arthurian Literature in the North’, Journal of the International Arthurian Society 1.1 (2013), 3-28.
- ‘Hugræn fræði, tilfinningar og miðaldir’ [Cognitive Studies, Emotions and the Middle Ages] Ritið 3 (2012), 67-89. Special Issue on Cognitive Studies, edited by Þórhallur Eyþórsson and Bergljót Kristjánsdóttir.
- ‘Meykóngahefðin í riddarasögum. Hugmyndafræðileg átök um kynhlutverk og þjóðfélagsstöð’ [The Maiden King Tradition in Icelandic Romance. Ideological Conflict regarding Gender Roles and Social Positioning] Skírnir 184 (haust 2010), 410-33.
- ‘The Imperial Implications of Medieval Translations. A Comparative Analysis of the Old Norse and Middle English Versions of Marie de France´s Lais’, Studies in Philology 105.2 (2008), 144-64.
- ‘Bound by Culture. A Comparative Study of the Old French and Old Norse Versions of La Chanson de Roland’, Mediaevalia 26.2 (2005), 243-64. Special Issue: Translation in the Middle Ages and Renaissance: The Survival of Culture, edited by Marilyn Gaddis Rose.