Shijiazhuang Zhengding-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Shijiazhuang Zhengding alþjóðaflugvöllurinn við héraðshöfuðborgina Shijiazhuang í Kína.
Mynd sem sýnir flughlað Shijiazhuang Zhengding alþjóðaflugvallarins í Kína.
Flughlað Shijiazhuang Zhengding flugvallarins.

Alþjóðaflugvöllur Shijiazhuang Zhengding (IATA: SJW, ICAO: ZBSJ) (kínverska: 石家庄正定国际机场; rómönskun: Shíjiāzhuāng Zhèngdìng Guójì Jīchǎng) er flughöfn Shijiazhuang, höfuðborgar Hebei héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann þjónar sem mikilvæg samgöngumiðstöð fyrir Shijiazhuang og Hebei hérað.

Flugvöllurinn er staðsettur um 30 kílómetra norðaustur af miðborg Shijiazhuang, í bænum Xinchengpu, sem gefur honum nafn.

Shijiazhuang Zhengding flugvöllur var opnaður árið 1995 og var gerður að alþjóðaflugvelli árið 2008. Líkt og með marga aðra alþjóðaflugvelli Kína er enn verið er að stækka flugvöllinn. Byggð var önnur farþegarmiðstöð árið 2014 þannig að flugvöllurinn getur nú tekið við 20 milljón farþegum á ári og 250.000 tonnum af farmi. Hann mun einnig geta þjónað sem varaflugvöllur fyrir alþjóðaflugvöll Beijing borg. Hann er einnig einn fárra flugvalla í Kína sem Antonov An-225 getur starfað.

Árið 2018 fóru um 11.3 milljónir farþega um tvær farþegamiðstöðvar flugvallarins og 46 þúsund tonn af farmi.

Samgöngur við völlinn[breyta | breyta frumkóða]

Mynd sem sýnir háhraðlest Beijing–Guangzhou línunnar sem liggur við Shijiazhuang Zhengding flugvöllinn.
Háhraðlest Beijing–Guangzhou línunnar sem liggur við Shijiazhuang Zhengding flugvöllinn.

Strætisvagnar og lestir tengja flughöfnina við miðborg Shijiazhuang og nærliggjandi borgir og svæði.

Með opnun háhraðlestarinnar Beijing – Guangzhou árið 2012, fékk flugvöllurinn eigin lestarstöð sem gerir hana mjög aðgengilega við nærliggjandi borgir og héruð.

Flugfélög[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn er safnvöllur fyrir heimaflugfélagið Hebei Airlines og áhersluvöllur fyrir China United Airlines og Spring Airlines. Flugfélögin Hainan Airlines, Beijing Capital Airlines, og China United Airlines, eru einnig umfangsmikil á vellinum. Alls starfa þar 26 farþegaflugfélög og fimm flugfélög í vöruflutningum.

Flugleiðir[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn býður meira en 32 flugleiðir til innlendra og erlendra borga. Flestir áfangastaðir eru innan Kína, en alþjóðaflug eru til 12 alþjóðlegra áfangastaða, meðal annars Moskvu, Siem Reap, Seúl og fleiri staða.

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]