Shetland (sjónvarpsþættir)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Douglas Henshall og Ann Cleeves á glæpasagnahátíð í Skotlandi árið 2017.

Shetland eru sakamálaþættir framleiddir af ITV Studios fyrir BBC Scotland frá 2013. Átta þáttaraðir hafa verið gerðar. Hver þáttaröð er framhaldssaga þar sem eitt sakamál er tekið fyrir. Sögusvið þáttanna eru Hjaltlandseyjar, þótt nokkrir þættir hafi verið teknir annars staðar, eins og á meginlandi Skotlands og í Noregi (4. þáttaröð). Fyrstu þáttaraðirnar byggðust á sakamálasögum Ann Cleeves, sem samdi líka sögurnar um Veru Stanhope. Aðalpersóna fyrstu sjö þáttaraðanna er rannsóknarlögreglumaðurinn Jimmy Pérez, leikinn af Douglas Henshall, en í áttundu þáttaröð tók Ruth Calder (Ashley Jensen) við.

Íslensku leikararnir Jóhann Gunnar Jóhannsson og Arnmundur Ernst Backman léku hlutverk í 4. þáttaröð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.