Seventeen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Katherine Cahoon heldur á Seventeen tímariti.

Seventeen er bandarískt unglingatímarit. Fyrsta tölublaðið kom út í september 1944 og var gefið út af Triangle Publications. News Corporation keypti Triangle árið 1988 og seldi blaðið fyrirtækinu Primedia þremur árum seinna. Það var síðan aftur selt fyrirtækinu Hearst árið 2003. Blaðið er mjög vinsælt og er eitt vinsælasta tímarit meðal unglingsstúlkna á aldrinum tólf til nítján ára og er eitt af fimmtíu vinsælustu tímaritunum í Bandaríkjunum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.