Selena Gomez

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Selena Gomez
Selena Gomez - Walmart Soundcheck Concert.jpg
Fædd
Selena Marie Gomez

22. júlí 1992 (1992-07-22) (30 ára)
Grand Prairie, Texas, USA
StörfLeikkona, söngkona
Hæð1,65

Selena Marie Gomez (f. 22. júlí 1992) er bandarísk leik- og söngkona og góðgerðarsendiherra fyrir UNICEF sem er best þekkt fyrir að leika Alex Russo í Disney Channel þáttunum Wizards of Waverly Place. Hún fór síðar að leika í kvikmyndum og hefur leikið í sjónvarpskvikmyndunum Another Cinderella Story, Wizards og Waverly Place: Kvikmyndin og Princess Protection Program. Hún lék í fyrsta skipti í leikhúsi í verkinu Ramona og Beezus

Gomez er einnig aðalsöngkona og stofnandi popphljómsveitarinnar Selena Gomez & The Scene sem hefur gefið út tvær gull-smáskífur, Kiss & Tell og A Year Without Rain. Gomez hefur einnig sungið lög fyrir kvikmyndirnar Tinker Bell, Another Cinderella Story og Wizards of Waverly Place eftir að hafa skrifað undir samning við Hollywood Records.

Selena Gomez er fyrrverandi kærasta ungstirnisins Justins Bieber. Hún er nýlega búinn að gefa út plötu en vinsælasta lagið á henni mun vera lagið „Come and Get It“. Sagt er að það sé samið um fyrrverandi kærastann hennar.