Lorentzkraftur
Útlit
(Endurbeint frá Segulkraftur)
Lorentzkraftur eða segulkraftur er kraftur, sem verkar á hlaðna ögn, sem hreyfist í rafsegulsviði. Krafturinn er kenndur við Hendrik Antoon Lorentz.
Skilgreining
[breyta | breyta frumkóða]Lorentzkraftur F er oftast skilgreindur þannig:
þar sem
- E er rafsviðsstyrkur (V/m)
- B er segulsviðsstyrkur (T)
- q er styrkur rafhleðslu (C)
- v er hraðavigur agnarinnar (m/s)
- × táknar krossfeldi.
Stundum er Lorentszkraftur aðeins talinn vera seinni liðurinn í jöfnunni hér að ofan, þ.e. q v × B, en fyrri liðurinn, q E, er þá s.k. rafsviðskraftur.
Hlaðin ögn, sem ferðast með jöfnum hraða í föstu segulsviði, fer eftir hringferli og gefur frá sér s.k. hringhraðlageislun.