Sebastian Ingrosso

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sebastian Ingrosso

Sebastian Ingrosso (fæddur Sebastian Carmi Ingrosso árið 1983) er sænskur plötusnúður og framleiðandi. Hann er einn fjórmenninganna í Swedish House Mafia.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Sebastian Ingrosso ólst upp í Stokkhólmi. Hann vann að tónlist með æskuvini sínum Steve Angello. Þeir gengu undir nöfnum á borð Buy Now, Fireflies, General Moders, Mode Hookers, Outfunk og The Sinners.

Tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Ingrosso semur aðallega house-tónlist og gefur hana út á eigin útgáfufyrirtæki, Refune. Lagið „Yeah“, sem hann samdi með Steve Angello, var gefið út á The Politics of Dancing 2 í flutningi Paul Van Dyk. Einnig sömdu Ingrosso og Angello lögin „Bodycrash“ og endurhljóðblönduðu „My Love“ (með Justin Timberlake) en þau hafa reynst vinsæl í útvarpi.

Sebestian samdi lagið „Werk Bitch“ (aka „Work Bitch“) ásamt William Adams og Britney Spears. Lagið er fyrsta smáskífan af nýjustu stúdíó-plötu Britney sem er væntanleg í lok þessa árs (2013). „Werk Bitch“ lagið og myndbandið verða gefin út vestanhafs 16.september næstkomandi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]