Sebastian Ingrosso

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Sebastian Ingrosso

Sebastian Ingrosso (fæddur Sebastian Carmi Ingrosso árið 1983) er sænskur plötusnúður og framleiðandi. Hann er einn fjórmenninganna í Swedish House Mafia.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Sebastian Ingrosso ólst upp í Stokkhólmi. Hann vann að tónlist með æskuvini sínum Steve Angello. Þeir gengu undir nöfnum á borð Buy Now, Fireflies, General Moders, Mode Hookers, Outfunk og The Sinners.

Tónlist[breyta | breyta frumkóða]

Ingrosso semur aðallega house-tónlist og gefur hana út á eigin útgáfufyrirtæki, Refune. Lagið „Yeah“, sem hann samdi með Steve Angello, var gefið út á The Politics of Dancing 2 í flutningi Paul Van Dyk. Einnig sömdu Ingrosso og Angello lögin „Bodycrash“ og endurhljóðblönduðu „My Love“ (með Justin Timberlake) en þau hafa reynst vinsæl í útvarpi.

Sebestian samdi lagið „Werk Bitch“ (aka „Work Bitch“) ásamt William Adams og Britney Spears. Lagið er fyrsta smáskífan af nýjustu stúdíó-plötu Britney sem er væntanleg í lok þessa árs (2013). „Werk Bitch“ lagið og myndbandið verða gefin út vestanhafs 16.september næstkomandi.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]