Scribus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Scribus
Scribus logo.svg
Scribus-1.3-Linux.png
Scribus á Linux Mint
Hönnuður Scribus-þróunarhópurinn
Fyrst gefið út 26. júní 2003
Stýrikerfi mörg
Tungumál í boði mörg
Notkun Umbrotsforrit
Leyfi GPL
Vefsíða www.scribus.net

Scribus er frjálst umbrotsforrit sem notast við viðfangasafnið Qt. Það býður upp á aðgerðir fyrir umbrot og letursetningu. Það styður líka gerð gagnvirkra PDF-skjala. Forritið styður helstu myndasnið, þar á meðal SVG fyrir vigurmyndir. Það styður einnig CMYK-litakerfið og notkun ICC-litasniða fyrir prentun. Það er með innbyggðan þriðja stigs PostScript-rekil fyrir prentun og skriftutúlk sem skilur Python-skriftur.

Scribus notar eigið skjalasnið, SLA, sem byggir á XML. Það getur ekki lesið skjöl beint úr séreignarhugbúnaði eins og QuarkXPress, Microsoft Publisher, Adobe InDesign og Adobe PageMaker.

Wiki letter w.svg  Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.