Fara í innihald

CMYK

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þessi eftirlíking af lituðu gleri sýnir hvernig litirnir þrír blandast.

CMYK (oft borið fram „smikk“) er fjögurra lita frádrægt litakerfi sem er algengt í litprentun. Nafnið vísar til enskra heita fjögurra prentlita sem sumar prentvélar nota: cyan (blágrænn), magenta (vínrauður), yellow (gulur) og key black (lykilsvartur).

Í viðlægum litakerfum eins og RGB mynda allir litirnir hvítan en svartur er litleysa (alger skortur á ljósi) en í frádrægum litakerfum eins og CMYK er þessu öfugt farið þar sem hvítur er flöturinn sem prentað er á (blaðið) og því litleysa en allir þrír litirnir samanlagðir mynda svartan. CMYK-litgreining getur greint mynd í þrjá hluta þannig að svartir fletir myndist við samsetningu litanna þriggja eða í fjóra hluta þar sem svartur er prentaður sérstaklega.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en grunnlitir tölvuskjáa og sjónvarpa rauður, grænn og blár?“. Vísindavefurinn.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.