Fuglablóðögður
(Endurbeint frá Schistosomatidae)
Jump to navigation
Jump to search
Fuglablóðögður (Schistosomatidae) eða blóðögður eru sníkjuormar með flókinn lífsferil. Á fullorðinsstigi lifa þeir í blóðrás spendýra, fugla og krókódíla en sem lirfur í sniglum, oftast fersvatnssniglum. Blóðögður sem lifa í fólki geta valdið alvarlegum sjúkdómum. Blóðögður spendýra tilheyra ættkvíslinni Schistotoma en fuglablóðögður eru flokkaðar í nokkrar ættkvíslir. Stærst þeirra er Trichobilharzia og eru tegundir innan hennar algengar í vatnafuglum eins og öndum, gæsum og álftum.