Fuglablóðögður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lífsferill sníkjudýrs sem veldur sundmannakláða. Önd er lokahýsill en vatnabobbi millihýsill.

Fuglablóðögður (Schistosomatidae) eða blóðögður eru sníkjuormar með flókinn lífsferil. Á fullorðinstigi lifa fuglablóðögður inn í bláæðum fugla annað hvort við aftasta hluta meltingarvegar (iðraögður) eða í nefholi (nasaögður). Á lirfustigi er dýrið bifhærð lirfa (miracidia) sem borar sig inn í vatnasnigill og umbreytist í móðurgróhirslu sem framleiða mikið af dótturgróhirslum en í þeim verða til sundlirfur (ceracaria). Sundlirfurnar geta synt í einn til tvo daga og leitað um fugl sem er lokahýsill og komist inn í hann og umbreytast þá í ormlaga flökkustig (schistosomulae). Flatormurinn þroskast svo á nokkrum vikum í kynþroska blóðögðu.

Blóðögður sem lifa í fólki geta valdið alvarlegum sjúkdómum. Blóðögður spendýra tilheyra ættkvíslinni Schistotoma en fuglablóðögður eru flokkaðar í nokkrar ættkvíslir. Stærst þeirra er Trichobilharzia og eru tegundir innan hennar algengar í vatnafuglum eins og öndum, gæsum og álftum.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tengill[breyta | breyta frumkóða]