Saxófónn
Útlit
(Endurbeint frá Saxófón)
Saxófónn er blásturshljóðfæri sem oftast er úr messing. Munnstykkið er með bambusblaði sem framkallar tóninn og þess vegna flokkast saxófónninn sem tréblásturshljóðfæri. Upphafsmaður hljóðfærisins var Belgíumaðurinn Adolphe Sax og fékk hann einkaleyfi á uppfinningu sinni í Frakklandi árið 1846. Hugmynd hans var að búa til hljóðfæri sem tengdi saman tréblásturs- og málmblásturshljóðfæri. Saxófónn hefur mest verið notaður í jazztónlist sem og í klassík og hefur mikið verið skrifað fyrir hljóðfærið.