Fara í innihald

Blásturshljóðfæri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Erke

Blásturshljóðfæri er hljóðfæri sem að blásið er í gegnum til að mynda hljóð. Þau mynda hljóðið með titringi loftsúlu innan í þeim. Tíðni bylgjunnar sem kemur fer eftir lengd loftsúlunnar og lögun hljóðfærisins, á meðan hljómblær hljóðsins fer eftir byggingu hljóðfærisins og hvernig hljóðið er framkallað. Þessum flokki hljóðfæra er venjulega skipt niður í Tréblásturshljóðfæri og Málmblásturshljóðfæri.

Dæmi um blásturshljóðfæri eru okkarínan og flautan.

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.