Fara í innihald

Savanna tríóið - Ég ætla heim

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ég ætla heim
Bakhlið
SG - 011
FlytjandiSavanna tríóið
Gefin út1967
StefnaÞjóðlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnTony Russell

Ég ætla heim er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1967. Á henni flytur Savanna tríóið þjóðlög. Hljóðritun plötunnar fór fram við hin fullkomnustu skilyrði í London og er í stereo. Bassaleikari er enskur, Bill Sutcliffe en yfirumsjón með hljóðritun hafði Tony Russell.

  1. Hafmeyjan - Lag - texti: Írskt þjóðl. — Sig. Þórarinss
  2. Sakura - Lag - texti: Japanskt þjóðl. — Sig. Þórarinss
  3. Beykirinn í Miðkoti - Lag - texti: Skozkt þjóðl. — Sig. Þórarinss
  4. Frú McGrath - Lag - texti: Írskt þjóðl. — Sig. Þórarinss
  5. Það hrygga fljóð - Lag - texti: Írskt þjóðl. — Sig. Þórarinss
  6. Hvað skal með sjómann? - Lag - texti: Írskt þjóðl. — Sig. Þórarinss
  7. Í Prinsins höfn - Lag - texti: Raskin — Ólafur Gaukur
  8. Nonni Jóns - Lag - texti: Írskt þjóðl. — Ólafur Ragnarsson
  9. Karl og kerling - Lag - texti: Ísl. þjóðlag — Þjóðvísa
  10. Surtseyjarríma - Lag - texti: Þórir Baldurss. — Sig. Þórarinss
  11. Brúðarskórnir - Lag - texti: Þórir Baldursson — Davíð Stefánsson
  12. Ég ætla heim - Lag - texti: Amerískt þjóðl. — Sig. Þórarinss Hljóðdæmi

Textabrot af bakhlið plötuumslags

[breyta | breyta frumkóða]
Þessari plötu hefði ég helzt viljað gefa heitið ..Savanna-tríóið og Sigurður Þórarinsson", þar sem allir textarnir á fyrri plötuhliðinni, ásamt einum á hinni síðari eru þýddir af Sigurði. Áttundi textinn er auk þess eftir hann, hin kunna Surtseyjarríma sem tríóið hefur flutt í útvarpi og sjónvarpi.

Textar Dr. Sigurðar Þórarinssonar, hvort sem þeir hafa verið þýddir eða frumsamdir eru slíkar gersemar að þeir munu líklega seint gleymast. En platan fékk heiti síðasta lagsins: "Ég ætla heim" því þeir Þórir Baldursson, Troels Bendtsen og Björn Björnsson ætla hver til síns heima. Skólanámi og þjóðlagasöng er lokið. Þeir hafa haslað sér völl í þjóðlífinu. Þórir er söngkennari og söngstjóri. Troels er kaupsýslumaður og Björn sér um allt er viðkemur leikmyndum í sjónvarpinu. Við sjáum að baki vandaðasta skemmtiatriðinu, sem fram hefur komið hér á landi um árabil, en söngur þeirra geymist á hljómplötum. Áður hafa komið út tvær hæggengar SG-hljómplötur með þeim, en líklega er þessi bezt þeirra allra.