Fara í innihald

Mount St. Helens

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sankti Helena (eldfjall))
Mount St. Helens, degi fyrir gosið árið 1980.
Gosið árið 1980.
Fjallið árið 1982.

Mount St. Helens (eða Louwala-Clough á málum frumbyggja svæðisins) er eldfjall í Washingtonfylki Bandaríkjanna. Fjallið er 96 kílómetra suður af Seattle og 80 kílómetra norðaustur af Portland í Oregon og er hluti af Fossafjöllum. Mount St. Helens er talið vera um 40.000 ára og er yngra en aðrar eldkeilur í fjöllunum. [1]

Fjallið dregur nafn sitt frá Lord St Helens, breskum embættismanni og vini George Vancouver flotaforingja.

Mount St. Helens hefur gosið tíðast eldkeilna Fossafjalla síðustu 10.000 ár. Fjallið er þekktast fyrir eldgos sem átti sér stað þann 18. maí árið 1980. Fjallið sprakk með þeim afleiðingum að hæðin á því fór úr 2950 metrum niður í 2549 metra. í gusthlaupinu sem fylgdi létust 57 manns, 250 heimili og 47 brýr eyðilögðust. Einnig eyðilögðust vegir og járnbrautarteinar. Um 7000 stór spendýr létust. Af þeim 57 sem fórust voru aðeins fjórir sem voru innan bannsvæðis en jarðskjálftar höfðu verið í fjallinu fyrir gosið.

Síðasta stóra gosið fyrir hamfaragosið 1980 varð árið 1843 og eftir 1857 virtist fjallið alfarið hætt að gjósa. Jökull hefur myndast í hvelfingunni í gígnum eftir gosið 1980 og kallast hann Crater glacier. Smærri gos hafa verið á 21. öld.

Víðmynd af fjallinu.

Fyrirmynd greinarinnar var „Mount St. Helens“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. september 2016.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Gosid í Mount St. Helens, Harry Truman og kettirnir hans. Lemúrinn, skoðað 23. september, 2016