Sankti Brendan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sankti Brendan (Bréanainn of Clonfert) (nefndur Brendan sæfari á íslensku) (u.þ.b. 484 - u.þ.b. 578) var írskur dýrlingur sem samkvæmt hinu latneska riti Navigatio Sancti Brendani Abbatis, ferðaðist víða. Samkvæmt því má gera ráð fyrir því að hann hafi fundið Færeyjar og Ísland og jafnvel Vesturheim.

Seinni tíma sporgöngumenn[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1976 sigldi írski landkönnuðurinn Tim Severin frá Írlandi til Nýfundnalands á bát svipuðum þeim og Sankti Brendan hefði hugsanlega getað notað. Þetta gerði hann til þess að sýna fram á, að ferð Brendans hefði verið möguleg á þeim tíma. Ferðin tók tvö sumur, hann lagði upp frá Suðureyjum og hafði viðkomu í Færeyjum og á Íslandi þangað til hann kom til Nýfundnalands. Um ferðina skrifaði hann síðan bókina The Brendan Voyage ISBN 0-349-10707-6

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.