Samuel Slater
Samuel Slater ( 9. júní 1768 – 21 apríl 1835) var bandarískur iðnjöfur af breskum ættum. Hann er þekktur sem upphafsmaður Iðnbyltingarinnar í Bandaríkjunum og upphafsmaður bandarískar verksmiðjuframleiðslu en í Bretlandi er hann þekktur sem "Slater the Traitor". Slater flutti breska tækni í textíl til Ameríku og aðlagaði miðað við Bandaríkin. Hann var lærlingur hjá frumkvöðli í breskum textíliðnaði og stal þar hönnun af breskum verksmiðjuvélum. Hann flutti síðan til Bandaríkjanna. Hann hannaði fyrstu textílmillurnar í Bandaríkjunum og stofnaði seinna eigin fyrirtæki með sonum sínum. Hann átti þegar mest lét þrettán spunaverksmiður og hafði komið upp leigujörðum og verksmiðjuþorpum kringum textílverksmiðjur sínar svo sem í Slatersville á Rhode Island.