Samsara

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Samsara (komið úr palí og sanskrít संसार|संसार) er hringferli endurholdgunar kallað í hindúisma, búddisma, jaínisma og meðal síka. Sá sem er fastur í hringferli endurholdgunar er nefndur samsari.

Orðið samsara þýðir að fljóta eða streyma fram en er oftast þýtt sem endurholdgun, endurfæðing. Hugtakið lýsir þeim skilningi á tilverunni að allt lifandi fæðist, deyi og fæðist að nýju. Í trúarbrögðum af indverskum uppruna er mikilvægt að reyna að losna undan þessu hringferli endurholdgunar og er það nefnt moksha í hindúisma og nirvana/nibbana í búddisma. Eins og alheimurinn hefur þetta hringferli hvorki uppruna né endi og er óendanlegt.

Hindúar trúa því að eftir andlátið flytji sálin (sem nefnd er atman) inn í nýja lífveru. Atman deyr ekki heldur lifir áfram í endalausri röð endurholdgana.

Búddistar trúa ekki á tilveru einstaklingsbundnar sálar, þeir trúa að ópersónubundin meðvitund sé kjarni lífs og það sé þessi meðvitund sem endurholdgist í nýju formi. Það er að segja að einstaklingurinn sem slíkur endurholdgast ekki. Bodhisattva-kenningin innan mahayana-búddisma eru þó undantekning frá þessari hugmynd.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Coogan, Michael D. (ritstj.), The Illustrated Guide to World Religions (Oxford: Oxford University Press, 2003). ISBN 1-84483-125-6.