Fara í innihald

Samráðsskipan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Samráðshyggja)

Samráðsskipan, starfsgreinaskipan eða samráðshyggja er stjórnmálastefna sem lítur á samfélagið sem lífræna heild sem byggir á heildrænni félagslegri samstöðu þar sem hver hópur hefur ákveðið hlutverk líkt og líffæri í líkama. Samráðshyggja tengist virknihyggju í félagsvísindum. Hugmyndir af þessu tagi eru algengar í ýmsum trúarbrögðum og koma fyrir í mörgum stjórnmálastefnum sem leggja áherslu á samstöðu fremur en átök og samkeppni. Hún hefur einkum verið gagnrýnd þar sem hún leiðir til mikilla ríkisafskipta af stórfyrirtækjum og stofnunar ríkisrekinna stéttarfélaga eins og í Ítalíu fasista og Þriðja ríki nasista. Þessi ríki stilltu samráðshyggju upp gegn stéttabaráttu sem var lykilhugtak í sósíalisma. Orðið er líka oft notað sem skammaryrði yfir ástand sem einkennist af miklum ítökum fyrirtækja í stjórnmálum.

  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.