Sambandssinnaflokkurinn (Kanada)
Útlit
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Sambandssinnaflokkurinn var hægrisinnuð kanadísk stjórnmálahreyfing leidd af Robert Borden, forsætisráðherra Kanada frá 1911 til 1920. Borden var formaður Íhaldsflokksins á sama tíma og að hann var formaður Sambandssinnaflokksins, sem að var hluti af Íhaldsflokknum. Flokkurinn var stofnaður árið 1917 til þess að sameina þingmenn úr bæði Íhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum. Flokkurinn var lagður formlega niður árið 1922 og gekk aftur til liðs við Íhaldsflokkinn.