Fara í innihald

Samúel Eggertsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samúel Eggertson (25. maí 18647. mars 1949) var kortagerðarmaður og skrautritari. Hann var líka barnakennari, verslunarmaður, veðurfræðingur og ættfræðingur. Bróðir hans var Jochum M. Eggertsson.

Dráttlist Samúels þótti einstök á sinni tíð. Má þar nefna fjölda korta sem hann gerði er miðuðu að þjóðlegum og hagfræðilegum fróðleik en önnur sem voru tekin úr sögu þjóðarinnar. Myndin sem hann teiknaði af Hallgrimi Péturssyni náði miklum vinsældum og útbreiðslu á sínum tíma og er enn þekkt.

Fjölskylda Samúels

[breyta | breyta frumkóða]

Samúel fæddist á Melanesi i Rauðasandshreppi. Hann var sonur Eggerts Jochumssonar úr Skógum, og fyrri konu hans, Guðbjargar Ólafsdóttur frá Rauðamýri á Langadalsströnd við Ísafjarðardjúp. Árið 1892 kvæntist Samúel Mörtu Elísabetu Stefánsdóttur, ættaðri úr Mýrasýslu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.