Samójedísk tungumál
Útlit
Samójedísk tungumál eru ætt úralskra mála sem töluð eru báðum megin Úralfjalla nyrðst í Evrasíu. Málhafar samójedískra mála eru um það bil 35.000. Helst mála á norðurgreininni er nenets sem talað er af um 30.000 manns einkum á Jamalskaga.
Stærst suðurmálanna er selkúp sem er talað af 4–5.000 manns við Ob-flóa.