Saksun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Saksun.
Staðsetning.

Saksun er gamalt þorp á norðvestur-Straumey í Færeyjum sem rekja má að minnsta kosti til 14. aldar. Það liggur í Saksunardal. Íbúar eru nú einungis 10 (2015). Saksunarkirkja var byggð árið 1858 en þá var ákveðið að taka kirkjuna í Tjørnuvík í sundur og flytja yfir til Saksunar. Dúvugarður er safn gamalla húsa.

Saksunarvatn er skammt frá byggðinni. Vel þekkt gjóskulag, Saksunarvatnsgjóskan, er kennd við vatnið en þar fannst hún fyrst. Þetta er mikilvægt leiðarlag í jarðvegi og setlögum á Íslandi, Færeyjum og víðar við norðanvert Atlantshaf og á hafsbotninum. Það er 10.200 ára gamalt og upprunnið í Grímsvötnum í Vatnajökli.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Færeyska Wikipedia -Saksun. Skoðað 29. apríl, 2017