Fara í innihald

Einhliða einangrun Japan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sakoku)
Kínversk djúnka í Japan við upphaf einangrunarinnar (japönsk trérista frá 1644-1648).

Einhliða einangrun Japan (japanska: 鎖国, Sakoku) hófst árið 1641 og stóð í tvær aldir, eða til 1853. Einangrunin var uppistaða í utanríkisstefnu Tokugawa-stjórnarinnar á Jedótímabilinu. Dauðarefsing lá við því að koma til Japans eða fara frá Japan. Dauðarefsing við því að yfirgefa Japan var ekki aflögð fyrr en á Meiji-tímabilinu.

Undantekning á reglunni var verslun Hollendinga á Dejima-eyju í Nagasaki. Í Nagasaki fóru og fram viðskipti við Kína og á Tsushima-svæðinu í Nagasaki fóru fram viðskipti við Kóreumenn. Kóreumenn stunduðu og viðskipti á Ryukyu-eyju við suðvestanverða Kyushu. Til viðbótar sendu kaupsýslumennirnir reglulega sendinefndir til sjógunsins í Jedó.

Einangruninni var framfylgt svo stjórnin gæti haft hemil á samskiptum við önnur ríki. Síðar var hún notuð til að verja japanskar auðlindir fyrir ágangi útlendinga og takmarka útflutning á japönskum málmum.

  Þessi Japans-tengd grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.