Íslensk vefhugbúnaðarfyrirtæki
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Heimildir skortir fyrir staðhæfingum í þessari grein. Ef þú vilt bæta við heimild vinsamlegast bættu þeim við undir nýrri fyrirsögn („Heimildir“) eða skildu eftir athugasemd á spjallsíðunni. |
Það má segja að Íslensk vefhugúnaðarfyrirtæki hafi byrjað með tilkomu myndrænna vafra um eða upp úr 1994. Fyrstu árin var mikill tilraunabragur á þeim vefsvæðum sem voru gerð, enda netnotkun ekki orðin almenn og væntur ávinningur fyrirtækja af því að eiga vefsíðu á þessum tíma var oftast afar lítill.
Í fyrstu kynslóð íslenskra vefsvæða voru vefir listamanna, (grafískra) hönnunarfyrirtækja, og útflutningsfyrirtækja mest áberandi, og opinberir eða hálf-opinberir aðilar á borð við Ferðamálaráð og Útflutningsráð stóðu að fjármögnun og skipulagningu samstillra kynningarvefja fyrir ákveðna útflutningsgeira.
Einhver fyrstu veffyrirtækin voru Miðheimar og Íslenska menntanetið en aðalstarfssemi þeirra var rekstur internetþjónustu fyrir einstaklinga og fyriræki. Hjá þeim var heimasíðugerðin aukabúgrein. Svipaða sögu var að segja um flest veffyrirtæki á þessum árum, t.d. var Auglýsingastofa Reykjavíkur að meginþræði hefðbundin auglýsingastofa sem fékkst við prentmiðlun. Því má segja að "vefauglýsingastofan" Qlan sem Tómas Jónsson og Guðmundur Ragnar Guðmundsson stofnuðu hafi verið fyrsta sérhæfða veffyrirtækið, þó líftími hennar hafi verið fremur skammur.
Smátt og smátt spruttu upp fyrirtæki með starfsemi sem snerist um vefhönnun og hugbúnað tengdan vefsíðugerð og vefumsjón. Þessi fyrirtæki bættust við hinn ört vaxandi upplýsingatækniiðnað á Íslandi á síðari hluta tíunda áratugarins.
Tímaröð og starfstímabil helstu veffyrirtækjanna
[breyta | breyta frumkóða]- 1991-2002? - Veda Internet
- 1992-... Íslenska menntanetið
- 1993-... - Hugvit (stofnað 1993 en byrjaði síðar að smíða vefi)
- 1993 - 1997 - Reiknir
- 1994-2001 - Miðheimar
- 1995-1997(?) - Qlan
- 1995-1997 - Auglýsingastofa Reykjavíkur
- 1996-1999? - Íslenska internetþjónustan
- 1996-1999 - IO Inter Organ
- 1996-1999 - Núlleinn á Íslandi ehf (Síðar Atom01)
- 1999-2004 - IO Inter Organ
- 1997-2000 - Gæðamiðlun (GM)
- 1997-2003 - Íslenska vefstofan
- 1998-... - Margmiðlunarstofa Íslands (WhizArt Interactive síðar Salt)
- 1998-... - Salt (síðar Vyre)
- 1999-... - Eskill
- 2000-2000 - Mekkano
- 2000-... - Vefsýn
- 2001-2001 - Kveikir
- 2001-... - Hugsmiðjan
- 2001-... - Origo
- 2001-... - Sjá
- 2002-... - ECWeb
- 2003-... - Atómstöðin/Núlleinn
- 2005-... - Emstrur vefsíðugerð / Drupal vefsíður
Vantar upplýsingar um: