Gæðamiðlun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gæðamiðlun ehf var íslenskt veffyrirtæki stofnað snemma árs 1997 af Stefáni Baxter og Sverri Hreiðarssyni. Enskt nafn fyrirtækisins var QCN (Quality Content Network) og endurspeglaði upphaflega viðskiptahugmynd stofnendanna um útrás með hugbúnað sem átti að leiða saman framleiðendur, auglýsendur og áhorfendur fjölmiðlaefnis yfir netið. Þegar ljóst varð að ekki reyndist grundvöllur fyrir upprunalegu viðskiptahugmyndinni sneru starfsmenn fyrirtækisins í auknum mæli að hönnun og smíði vefsvæða, sem í fyrstu hafði verið hugsað sem aukabúgrein.

Gæðamiðlun staðsetti sig framan af sem framleiðslu- og þjónustuaðila fyrir auglýsingastofur sem þurftu að koma kynningarefni viðskiptavina sinna í birtingu á vefnum. Fljótlega varð ljóst að lítill vaxtarbroddur var í þeim viðskiptum og stefnan var tekin á beinar sölur til fyrirtækja og stofnana á öllum þáttum hönnunar og smíði vefsvæða.

Megnið af þeirri hugbúnaðarvinnu sem Gæðamiðlun seldi var sérsniðin að hverju verkefni fyrir sig, og eina margnýtanlega hugbúnaðareign fyrirtækisins var gagnainnsláttar- og vefumsjónartólið DataWeb.

Gæðamiðlun var einnig fyrsti umboðsaðili vefverslunarhugbúnaðar frá InterShop í Þýskalandi og setti m.a. upp vefverslanir fyrir Griffil, Bóksölu stúdenta.

Starfsemin[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta eitt til eitt og hálfa árið var fyrirtækið til húsa í lítilli þriggja herbergja leiguíbúð, sem hafði áður verið notuð undir arkitektastofu, á annarri hæð á Laufásvegi 19. Í ágúst 1998 fluttist Gæðamiðlun í um 250 fm. húsnæði á efstu hæð Ægisgötu 7 og var þar allt til vorloka 2000.

Um mitt ár 1998 voru starfsmenn Gæðamiðlunar um átta talsins, en með tilkomu Kjartans Guðbergssonar sem sölumanns og vaxandi áhuga fyrirtækja á nýtingu Internetsins, óx fyrirtækið jafnt og þétt, þannig að starfsmenn voru orðnir um 25 um mitt ár 1999. Vorið 2000 voru starfsmenn um 35 talsins.

Eignarhald[breyta | breyta frumkóða]

Upphaflegir eigendur Gæðamiðlunar voru Aðalheiður Jakobsen, Þormóður Jónsson og Stefán Baxter. Sumarið 1998 bættust Sverrir Hreiðarsson og Kjartan Guðbergsson í hóp eigenda en Þormóður Jónsson gaf eftir sinn hlut. Snemma árs 1999 Keypti Frjáls fjölmiðlun (sem þá átti meðal annars Vísi.is) um fjórðungs hlut í Gæðamiðlun, en síðar það ár eignaðist EJS hf rétt tæp 50% með kaupum á hlut Aðalheiðar og Frjálsrar fjölmiðlunar.

Starfslok[breyta | breyta frumkóða]

Í mars árið 2000 var tekin ákvörðun um að sameina Gæðamiðlun og auglýsingastofu Gunnars Steins Pálssonar, GSP almannategnsl, og búa til við sameininguna fyrirtæki sem veitti "heildarlausnir" á sviði samskipta markaðsfyrirtækja við viðskiptavini sína. Hið nýja fyrirtæki fékk nafnið Mekkano og tók formlega til starfa í maí/júní árið 2000.

Dæmi um viðskiptavini[breyta | breyta frumkóða]

1997 - 1998[breyta | breyta frumkóða]

1998 - 1999[breyta | breyta frumkóða]

1999 - 2000[breyta | breyta frumkóða]