Fara í innihald

Sacharias Jansen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Smásjá. compound microscope

Sacharias Jansen (15881628) var hollenskur sjóntækjafræðingur best þekktur fyrir að finna upp fyrstu smásjána. Hann hefur einnig verið orðaður við fyrsta sjónaukann.[1] Jansen, var samhliða sjóntækjafræðinni farandsölumaður hann var ekki allur þar sem hann var séður og var talin viðriðin við ýmsar falsanir á ferlinum.

Það er almennt talið að Jansen hafi búið til fyrstu a almennu smásjána árið 1595. En þar sem Jansen var afskaplega ungur á þessum tíma þá er talið víst að faðir hans hafi verið hin raunverulegi uppfinningarmaður smásjárinnar. Fyrsta smásjáinn var fær um að stækka 9x og voru gæðin ekki hin ákjósanlegustu.

Þó svo að þessi fyrsta smásjá hafi ekki hlotið neinn fram svona fyrst um sinn sem tæki fyrir vísindamenn, þá flaug fiskisagan og hugmyndafræðin að baki smásjárinnar dreifðist um alla Evrópu. Það leiða ekki á löngu þar til tækjasmiðir í Evrópu voru farnir að smíða mun fullkomnari og betri smásjár.[2]

Neðanmálsgreinar

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Thomson Gale, Sacharias Jansen from Science and Its Times. ©2005-2006 : 1.
  2. BookRags, http://www.bookrags.com/research/sacharias-jansen-scit-0312345/ (skoðað 22.04.2009)