Fara í innihald

Adelges abietis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sacchiphantes abietis)
Adelges abietis
An opened gall, where the Adelgid nymphs are visible
An opened gall, where the Adelgid nymphs are visible
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Skortítur (Hemiptera)
Yfirætt: Phylloxeroidea
Ætt: Barrlýs (Adelgidae)
Ættkvísl: Adelges
Tegund:
A. abietis

Tvínefni
Adelges abietis
(Linnaeus, 1758)
Samheiti
  • Adelges gallarum-abietis
  • Chermes abietis
  • Sacciphantes abietis
Gall á rauðgreni grein.

Adelges abietis er tegund af barrlús sem myndar ananaslíkt gall á hýsiltegundinni, oftast rauðgreni og sitkagreni. Þallarbarrlýs (genus Adelges) eru perulaga, linbyggð (ekki hörð), græn skordýr með langa þreifara, náskyld blaðlúsum.[1]

"Adelges" verpa allt að 100 eggjum á hverjum tíma, eitt á hverja barrnál. Adelges abietis (Linnaeus, 1758) er ein algengasta þallarbarrlúsin.

Ananas eða gerfikönguls-gall[2] er gerð af skordýramynduðu galli, eða afbrigðilegum útvexti á plöntu, sem myndast við efnastýrða aflögun á nálunum, sem sést helst á rauðgreni eða sitkagreni, en finnst einnig á mörgum öðrum tegundum grenis.[3] Göllin eru fyrst gulgræn, svo bleik og rauðbrún. Að jafnaði verða þau 1,5 sm til 3 sm löng.[4] Svipuð göll eru mynduð af öðrum tegundum; Adelges cooleyi, Cnaphalodes sp.[2]

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Adelges abietis er upprunnið í Evrópu, en hefur fundist síðan 1985 í Norður Ameríku.[5]

Sýnt inn í gallið.
Gamalt gall á rauðgreni.
Gall að myndast á rauðgreni

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Eastern Spruce Gall Adelgid - Ohio University.
  2. 2,0 2,1 Darlington, Arnold (1975) The Pocket Encyclopaedia of Plant Galls in Colour. Pub. Blandford Press. Poole. ISBN 0-7137-0748-8. P. 114.
  3. Cornell Co-operative Extension - Spruce Gall Adelgids.
  4. Stubbs, F. B. Edit. (1986) Provisional Keys to British Plant Galls. Pub. Brit Plant Gall Soc. ISBN 0-9511582-0-1. P. 38.
  5. Forestry compendium[óvirkur tengill]

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]


  Þessi liðdýragrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.