Sabrina Carpenter
Sabrina Carpenter | |
---|---|
Fædd | Sabrina Annlynn Carpenter 11. maí 1999 |
Störf |
|
Ár virk | 2011–í dag |
Tónlistarferill | |
Stefnur | |
Útgefandi | |
Vefsíða | sabrinacarpenter |
Sabrina Annlynn Carpenter (f. 11. maí 1999) er bandarísk söngkona, lagahöfundur og leikkona. Hún varð fyrst þekkt fyrir að leika í Disney-þáttunum Girl Meets World (2014–2017). Hún skrifaði undir hjá Hollywood Records og gaf út fyrstu smáskífuna sína „Can't Blame a Girl for Trying“ árið 2014. Með Hollywood gaf hún út fjórar breiðskífur: Eyes Wide Open (2015), Evolution (2016), Singular: Act I (2018), og Singular: Act II (2019).
Carpenter samdi við Island Records árið 2021 og gaf út smáskífuna „Skin“, sem varð fyrsta lagið hennar á Billboard Hot 100-listanum. Fimmta breiðskífan hennar, Emails I Can't Send, kom út árið 2022. Hún var opnunaratriði á tónleikaferðalaginu Eras Tour fyrir Taylor Swift árið 2023. Hún naut vinsælda með sjöttu breiðskífunni sinni Short n' Sweet (2024). Hún varð fyrsta plata Carpenter til að ná fyrsta sæti á Billboard 200 í útgáfuviku. Á henni má finna lögin „Espresso“ og „Please Please Please“.
Útgefið efni
[breyta | breyta frumkóða]Breiðskífur
[breyta | breyta frumkóða]- Eyes Wide Open (2015)
- Evolution (2016)
- Singular: Act I (2018)
- Singular: Act II (2019)
- Emails I Can't Send (2022)
- Short n' Sweet (2024)
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Bullis, Rebecca (20. júlí 2015). „Sabrina Carpenter ready to dazzle hometown crowd at QuickChek Balloon Fest“. Lehigh Valley Live. Afrit af uppruna á 29. ágúst 2022. Sótt 29. ágúst 2022.
- ↑ Newman-Bremang, Kathleen (5. ágúst 2019). „The Come-Up: Sabrina Carpenter on Ghosting, Grieving & Growing Up“. Refinery29. Afrit af uppruna á 4. október 2019. Sótt 7. september 2019.