Fara í innihald

SOS-barnaþorpin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

SOS-barnaþorpin eru alþjóðleg barnahjálparsamtök sem taka að sér munaðarlaus og yfirgefin börn.

Samtökin reisa húsaþyrpingar barnaþorp þar sem börnin eignast heimili með SOS-móður og systkinum. Reynt er að búa börnunum eins heimilislegar og fjölskylduvænar aðstæður og nokkur kostur er. Börnin fá öllum grunnþörfum sínum mætt og njóta menntunar sem undirbýr þau fyrir sjálfstætt líf á fullorðinsárum. Mörg þeirra barna sem koma í barnaþorpin hafa upplifað erfiðar aðstæður og oft hörmulega atburði. Fagfólk kemur að uppeldi barnanna og hjálpar þeim að fóta sig í lífinu.

Kostnaður við heimilishald, fæði, klæðnað, menntun, heilsugæslu og annar kostnaður vegna uppeldis og aðbúnaðar barna í barnaþorpum er greiddur af styrktarforeldrum. Styrktarforeldrar styrkja ákveðið barn með fastri mánaðarlegri upphæð og fá af því myndir og fréttir. Þeir styrktarforeldrar sem svo kjósa geta einnig skrifað barni sínu og myndað þannig gagnkvæm tengsl. Styrktarforeldrum býðst einnig að heimsækja börnin í barnaþorpunum og kynnast þeim og lífinu í barnaþorpinu af eigin raun.

SOS Barnaþorpin voru stofnuð í Austurríki árið 1949. SOS Barnaþorpin á Íslandi eru aðilar að og hófu formlega starfsemi á Íslandi árið 1989. Samtökin sinna barnahjálp í 132 löndum og eru barnaþorpin yfir 500 talsins.