Fara í innihald

SIEF

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Merki SIEF

SIEF (úr frönsku: Societé Internationale d'Ethnologie et de Folklore, „Alþjóðasamtök um þjóðháttafræði og þjóðfræði“) er fræðafélag á sviði mannfræði og þjóðfræði með höfuðstöðvar í Meertens Instituut í Amsterdam. Innan félagsins starfa vinnuhópar á ýmsum sérsviðum sem fást við menningararf, trú, helgisiði, menningargreiningu, og fleira. Félagið var stofnað árið 1964 á grunni eldra félags, Commission des Arts et Traditions Populaires, sem var stofnað árið 1928 á vegum Þjóðabandalagsins. Núverandi forseti félagsins er Marie Sandberg (Danmörku).

Félagið skipuleggur stóra ráðstefnu á tveggja ára fresti[1] og er aðili að alþjóðasamtökum mannfræðifélaga, World Council of Anthropological Associations.[2]

SIEF stendur að útgáfu tveggja ritrýndra tímarita; Ethnologia Europaea [3] og Cultural Analysis[4], sem koma oftast út tvisvar á ári, auk fréttabréfs.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Congresses“. SIEF.
  2. „Members descriptions“. WCAA.
  3. „Ethnologia Europaea.
  4. „Cultural Analysis“.