Revíuvísur - Alfreð, Brynjólfur, Nína og Lárus
Revíuvísur | |
---|---|
SG - 116 | |
Flytjandi | Alfreð Andrésson, Brynjólfur Jóhannesson, Nína Sveinsdóttir og Lárus Ingólfsson |
Gefin út | 1978 |
Stefna | Gamanvísur |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Hljóðdæmi | |
Revíuvísur er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1978. Á henni syngja Alfreð Andrésson, Brynjólfur Jóhannesson, Nína Sveinsdóttir og Lárus Ingólfsson gamanvísur við undirleik margra listamanna.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Hvers er hvurs - Lag - texti: Sigfús Halldórsson — Örnólfur í Vík - Brynjólfur Jóhannesson syngur - Píanóundirleikur: Sigfús Halldórsson
- Kerlingavísur - Lag - texti: NN — Harald Á. Sigurðsson - Nína Sveinsdóttir syngur - Hljómsveit Tage Möller leikur undir
- Syrpa Óla í Fitjakoti - Lag - texti: Ýms gamalkunn lög — Emil Thoroddsen - Lárus Ingólfsson syngur - Hljómsveit Tage Möller leikur undir
- Ó, vertu ei svona sorró - Lag - texti: Chaplin — Theódór Einarsson - Alfreð Andrésson syngur - Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar leikur undir
- Hvað er um að tala - Lag - texti: NN — Jón Snari - Brynjólfur Jóhannesson syngur - Píanóundirleikur: Sigfús Halldórsson
- Þegar kanarnir komu í Keflavík - Lag - texti: NN — NN - Nína Sveinsdóttir syngur - Hljómsveit Tage Möller leikur undir
- M-listinn - Lag - texti: NN — Theódór Einarsson - Alfreð Andrésson syngur - Píanóundirleikur: Sigfús Halldórsson
- Eftirhermuvísur - Lag - texti: NN — NN - Lárus Ingólfsson syngur - Píanóundirleikur: Einar Jónsson
- Jónsvísur - Lag - texti: Arch & Joyce — Tómas Guðmundsson - Nína Sveinsdóttir syngur - Píanóundirleikur: Magnús Pétursson
- Ástandið - Lag - texti: NN — Örnólfur í Vík - Brynjólfur Jóhannesson syngur - Píanóundirleikur: Sigfús Halldórsson
- Daninn á Íslandi - Lag - texti: NN — Bjarni Guðmundsson - Lárus Ingólfsson syngur - Hljómsveit Tage Möller leikur undir
- Útvarpsvísur - Lag - texti: NN — NN - Alfreð Andrésson syngur - Píanóundirleikur: Þórarinn Guðmundsson
Textabrot af bakhlið plötuumslags
[breyta | breyta frumkóða]Íslenzkar gamanvísur má rekja allt aftur til síðustu aldamóta og jafnvel enn aftar, því tvímælalaust má flokka ýmis enn eldri gamankvæöi til gamanvísna — efni, sem samiö var og sungiö til aö skemmta fólki.
Blómaskeiö gamanvísunnar eru árin 1930—50 þegar revíurnar voru hvað vinsælastar hér á landi. Ýmsir höfundar komu við sögu, en aðalhöfundar revíutímabilsins voru þeir Haraldur Á. Sigurðsson, Emil Thoroddsen, Bjarni Guðmundsson og Tómas Guðmundsson. Kunnustu leikararnir, og þá um leiö gamanvísnasöngvararnir, voru þau Alfreð Andrésson, Nína Sveinsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson og Lárus Ingólfsson. Þau Alfreð, Nínu, Brynjólf og Lárus er einmitt að finna á þessari plötu með efni eftir þá Harald, Emil, Bjarna og Tómas að viðbættum nokkrum öðrum höfundum. Gamanvísur þær, sem hér eru í fyrsta sinn gefnar út á hljómplötu voru til hljóðritaðar í safni Ríkisútvarpsins. Hljóðritanir þessar eru sumar nokkuð gamlar og því ekki eins góðar og skyldi, en allt var endurbætt sem hægt var að endurbæta. |
||