Fara í innihald

Kristín Lilliendahl - Jólaplata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá SG 102)
Kristín Lilliendahl - Jólaplata
Bakhlið
SG - 102
FlytjandiKristín Lilliendahl
Gefin út1976
StefnaJólalög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnSigurður Árnason

Kristín Lilliendahl - Jólaplata er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG-hljómplötum árið 1976. Á henni flytur Kristín Lillendahl jólalög. Kristinn Sigmarsson útsetti alla tónlist og stjórnaði hljómsveitarundirleik og kórsöng. Hann og félagar hans í hljómsveitinni Pónik sjá um hljóðfæraleik (og söng í nokkrum lögum. m a í Jólasveinasöngnum). Auk þess syngur Kirkjukór Neskirkju í tveimur lögum og allmargir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands aðstoða í nokkrum lögum. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni h.f. Tæknimaður: Sigurður Árnason. Hljóðblöndun Sigurður Árnason og Kristinn Sigmarsson. Ljósmynd á framhlið: Stúdíó 26.

  1. Jólasveinasöngurinn - Lag - texti: R Bagdasarian - Ólafur Gaukur
  2. Ég sá mömmu kyssa jólasvein - Lag - texti: T Connor - Hinrik Bjarnason
  3. Skín og skín - Lag - texti: Miller/O. Malley - Ólafur Gaukur
  4. Óskin um gleðileg jól - Lag - texti: Torme/Wells - Ólafur Gaukur
  5. Pabbi, komdu heim um jólin - Lag - texti: B. & .F Danoff - Ólafur Gaukur
  6. Eitt lítið grenitré - Lag - texti: Miller/Wells - Ólafur Gaukur
  7. Ég fæ jólagjöf - Lag - texti: J. Feliciano - Ólafur Gaukur
  8. Hátíð í bæ - Lag - texti: Bernhard - Ólafur Gaukur
  9. Þú ert hér - Lag - texti: Brown/Yarian/Meitzenh - Ólafur Gaukur
  10. Það heyrast jólabjöllur - Lag - texti: L. Anderson - Ólafur Gaukur Hljóðdæmi
  11. Yfir fannhvíta jörð - Lag - texti: Miller/Wells - Ólafur Gaukur
  12. Jólin koma - Lag - texti: Spielman/Torre - Ómar Ragnarsaon

Það heyrast jólabjöllur

[breyta | breyta frumkóða]
Það heyrast jólabjöllur og ofan úr fjöllunum fer
flokkur af jólaköllum til að gantast við
krakkana hér.
Beint niður fjallahlíðar þeir fara' á
skíðum með söng
og flestir krakkar bíða með óþreyju
síðkvöldin löng.
Komdu fljótt, komdu fljótt, kæri jólasveinn,
það kveða við hróp
og börnin litlu bíða í stórum hóp,
komdu fljótt, komdu fljótt, kæri jólasveinn,
er kallað á ný,
í glugga er látinn einn skór, kannski gott
hann kemur í.
Svo dynja hlátrasköllin svo hristast fjöllin af því
hópur af jólaköllum er að tygja sig ferðina í.
Það bíða spenntir krakkar, sem kátir
hlakka svo til,
því kannski berast pakkar og gjafir um
miðnæturbil.
Miklar annir eru á heimilinu, allt á ferð
því að elda skal nú krásirnar af beztu gerð,
bæði hangikjöt, steik og rjúpur, svo er rauðkál
afbragðs gott,
þykkur rúsínugrautur settur er í pott.
Og á jólatrénu loga skæru ljósin smá
þar í löngum röðum bæði fagurgræn og blá.
Nú er stundin að renna upp og koma
aðfangadagskvöld
og allir það finna svo glöggt, nú er
gleðin ein við völd.
Það heyrast jólabjöllur og ofan úr fjöllunum fer
flokkur af jólaköllum til að gantast við
krakkana hér.
Beint niður fjallahlíðar þeir fara' á
skíðum með söng
og flestir krakkar bíða með óþreyju
síðkvöldin löng.


Ólafur Gaukur