Kristín Lilliendahl - Jólaplata
Útlit
Kristín Lilliendahl - Jólaplata | |
---|---|
SG - 102 | |
Flytjandi | Kristín Lilliendahl |
Gefin út | 1976 |
Stefna | Jólalög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Sigurður Árnason |
Kristín Lilliendahl - Jólaplata er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG-hljómplötum árið 1976. Á henni flytur Kristín Lillendahl jólalög. Kristinn Sigmarsson útsetti alla tónlist og stjórnaði hljómsveitarundirleik og kórsöng. Hann og félagar hans í hljómsveitinni Pónik sjá um hljóðfæraleik (og söng í nokkrum lögum. m a í Jólasveinasöngnum). Auk þess syngur Kirkjukór Neskirkju í tveimur lögum og allmargir hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands aðstoða í nokkrum lögum. Hljóðritun fór fram hjá Tóntækni h.f. Tæknimaður: Sigurður Árnason. Hljóðblöndun Sigurður Árnason og Kristinn Sigmarsson. Ljósmynd á framhlið: Stúdíó 26.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Jólasveinasöngurinn - Lag - texti: R Bagdasarian - Ólafur Gaukur
- Ég sá mömmu kyssa jólasvein - Lag - texti: T Connor - Hinrik Bjarnason
- Skín og skín - Lag - texti: Miller/O. Malley - Ólafur Gaukur
- Óskin um gleðileg jól - Lag - texti: Torme/Wells - Ólafur Gaukur
- Pabbi, komdu heim um jólin - Lag - texti: B. & .F Danoff - Ólafur Gaukur
- Eitt lítið grenitré - Lag - texti: Miller/Wells - Ólafur Gaukur
- Ég fæ jólagjöf - Lag - texti: J. Feliciano - Ólafur Gaukur
- Hátíð í bæ - Lag - texti: Bernhard - Ólafur Gaukur
- Þú ert hér - Lag - texti: Brown/Yarian/Meitzenh - Ólafur Gaukur
- Það heyrast jólabjöllur - Lag - texti: L. Anderson - Ólafur Gaukur ⓘ
- Yfir fannhvíta jörð - Lag - texti: Miller/Wells - Ólafur Gaukur
- Jólin koma - Lag - texti: Spielman/Torre - Ómar Ragnarsaon
Það heyrast jólabjöllur
[breyta | breyta frumkóða]- Það heyrast jólabjöllur og ofan úr fjöllunum fer
- flokkur af jólaköllum til að gantast við
- krakkana hér.
- Beint niður fjallahlíðar þeir fara' á
- skíðum með söng
- og flestir krakkar bíða með óþreyju
- síðkvöldin löng.
- Komdu fljótt, komdu fljótt, kæri jólasveinn,
- það kveða við hróp
- og börnin litlu bíða í stórum hóp,
- komdu fljótt, komdu fljótt, kæri jólasveinn,
- er kallað á ný,
- í glugga er látinn einn skór, kannski gott
- hann kemur í.
- Svo dynja hlátrasköllin svo hristast fjöllin af því
- hópur af jólaköllum er að tygja sig ferðina í.
- Það bíða spenntir krakkar, sem kátir
- hlakka svo til,
- því kannski berast pakkar og gjafir um
- miðnæturbil.
- Miklar annir eru á heimilinu, allt á ferð
- því að elda skal nú krásirnar af beztu gerð,
- bæði hangikjöt, steik og rjúpur, svo er rauðkál
- afbragðs gott,
- þykkur rúsínugrautur settur er í pott.
- Og á jólatrénu loga skæru ljósin smá
- þar í löngum röðum bæði fagurgræn og blá.
- Nú er stundin að renna upp og koma
- aðfangadagskvöld
- og allir það finna svo glöggt, nú er
- gleðin ein við völd.
- Það heyrast jólabjöllur og ofan úr fjöllunum fer
- flokkur af jólaköllum til að gantast við
- krakkana hér.
- Beint niður fjallahlíðar þeir fara' á
- skíðum með söng
- og flestir krakkar bíða með óþreyju
- síðkvöldin löng.