SC Fives

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sporting Club Fives var fótboltalið frá Lille í Frakklandi. Það var stofnað árið 1901 og lagt niður árið 1944 þegar það sameinaðist Olympique Lillois undir merkjum Lille OSC.

SC Fives náði sínum besta árangri í Frakklandskeppninni í knattspyrnu árið 1934 þegar liðið hafnaði í öðru sæti í Ligue 1 aðeins einu stigi á eftir meisturum FC Sète. Árið 1941 lék félagið einnig til úrslita í frönsku bikarkeppninni.