Fara í innihald

Súrefnismettunarmæling

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Súrefnismettunarmælir á fingri tengur við armbandi sem birtir upplýsingar um súrefnismettun
Súrefnismettunarmælir klemmdur utan um fingur

Mæling á súrefnismettun er óbein mæling á súrefnisgildum í blóði. Mælingin er gerð með súrefnismettunarmæli sem er lítill skynjari með infrarauðu ljósi sem birtir upplýsingar um súrefnismettun og púlstíðni. Algengast er að slíkur mælir sé settur eins og klemma á fingur eða eyrnasnepil. Ljósgeisli fer í gegnum fingurinn eða eyrnasnepilinn. Þessi mæling er sársaukalaus. Með því er fundið út hversu mikið súrefni er í rauðu blóðkornunum. Eðlileg gildi eru 95 - 98% en nægilegt er að vera yfir 90%.

Mæling á súrefnismettun er mikilvæg í aðstæðum þar sem súrefnisupptaka sjúklings er óstöðug og er notuð á gjörgæsludeildum, bráðamótttökum og sjúkrahúsum. Súrefnismettunarmælir mælir súrefnismettun en ekki hvernig súrefni er tekið upp af líkamanum og hve mikið súrefni sjúklingur notar. Til að mæla það þarf einnig að mæla CO2 gildi.

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.