Soldán
Útlit
(Endurbeint frá Súltan)
Soldán (arabíska سلطان Sulṭān) er aðalstitill í íslömskum löndum sem jafngildir konungstitli þótt hann geti í sumum tilvikum heyrt undir kalífa. Ríki soldáns er kallað soldánsdæmi (arabíska: سلطنة ṣalṭanah). Nær öll soldánsdæmi heims hafa verið lögð niður. Nokkrir hefðbundnir konungar í Suðaustur-Asíu, Norður-Afríku og Mið-Austurlöndum bera enn soldánstitil en aðeins tvö sjálfstæð soldánsdæmi eru enn til: Óman og Brúnei. Auk þess bera sjö af níu fylkisstjórum Malasíu soldánstitil sem felur í sér raunveruleg völd. Í Indónesíu var samþykkt árið 2012 að fylkisstjórastaða Yogyakarta-héraðs skyldi erfast innan fjölskyldu soldánsins vegna mikils stuðnings almennings.