Fara í innihald

Súðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Súðin var strandferðarskip við Íslandsstrendur um miðja 20. öld. Súðin varð fyrir loftárás þýskrar orrustuflugvélar á Skjálfandaflóa þann 16. júní 1943. Tveir menn létust í árásinni.

Skipið var keypt fyrir Skipaútgerð ríkisins árið 1930 frá Gautaborg og kom til landsins 18. maí það ár. Súðin var smíðuð í Þýskalandi árið 1895 og hafði áður heitið Cambria og Goethe. Hún var 811 tonn og 189 fet að lengd. Eftir breytingar sem ríkið lét gera á skipinu gat það flutt 64 farþega, 24 á fyrsta farrými og 40 á öðru farrými.

Fyrstu árin eftir stríð eignaðist útgerðin skipin Þyril (frá setuliðinu) og Herðubreið og Skjaldbreið sem keypt voru frá Englandi. 1949 var því gamla Súðin seld. Hún var gerð út sem fiskiskip á Grænlandsmiðum eitt sumar en síðan sigldu eigendur hennar henni til Seylon þar sem hún var seld 1952.

  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.