Söngvar frá Íslandi 1 og 2

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Söngvar frá Íslandi
Forsíða Söngvar frá Íslandi 1 og 2

Bakhlið Söngvar frá Íslandi 1 og 2
Bakhlið

Gerð LPIT 1000/2
Flytjandi Ýmsir
Gefin út 1960
Tónlistarstefna Sönglög
Útgáfufyrirtæki Íslenzkir tónar

Söngvar frá Íslandi er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1960. Á henni flytja ýmsir listamenn íslensk sönglög, áður útgefin á 78 snúninga plötum. Forsíðumyndina frá Vestmannaeyjum tók Helgi Angantýsson.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

 1. Fagurt skín í skærum skálum - Lag - texti: Mascagni — E. Bj - Ketill Jensson - Þjóðleikhúskórinn - Stj. V. Urbancic. - Hljóðdæmi 
 2. Hinn suðræni blær - Lag - texti: Skúli Halldórsson — NN - Kristinn Hallsson - Skúli Halldórsson leikur undir.
 3. Lofið Drottinn - Lag - texti: Mascagni — B. B. - Guðrún Á. Símonar - Þjóðleikh.kórinn - Stj. V. Urbancic. - Hljóðdæmi 
 4. Í dag - Lag - texti: Sigfús Halldórsson — Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti - Sigfús Halldórsson leikur og syngur.
 5. Enn ertu fögur sem forðum - Lag - texti: Árni Thorsteinsson — Guðmundur Guðmundsson - Þorsteinn Hannesson - Undirl. Fritz Weisshappel.
 6. Þú situr sem glóeyg í garði - Lag - texti: Sigurður Þórðarson — Dagfinnur Sveinbjörnsson - Magnús Jónsson, Guðrún Á. Símonar með hljómsveit undir stjórn Victor Urbancic.
 7. Þú eina hjartans yndið mitt - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns — Guðmundur Geirdal - Þuríður Pálsdóttir - Undirleikari Fritz Weisshappel.
 8. Kveðja - Lag - texti: Þórarinn Guðmundsson — NN - María Markan - Undirleikari Fritz Weisshappel.
 9. Til söngsins - Lag - texti: Sigurður Birkis — Einar Jónsson frá Húsavík - Guðmundur Jónsson - Karlakór Reykjavíkur - Stj. Sigurður Þórðarson.
 10. Ave Maria úr Dansinum í Hruna - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns — Indriði Einarsson - Sigurður Björnsson með kvennakór - Stj. Ragnar Björnsson - Undirleikari Magnús Bl. Jóhannsson.
 11. Rósin - Lag - texti: Árni Thorsteinsson — Guðmundur Guðmundsson - Pavel Lisitsian - Undirl. T. Kravtchenko. - Hljóðdæmi 
 12. Mamma mín - Lag - texti: Skúli Halldórsson — NN - Sigurður Ólafsson - Undirl. Skúli Halldórsson.
 13. Ég lít í anda liðna tíð - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns — Hulda - Magnús Jónsson - Undirleikari Fritz Weisshappel.
 14. Nafnið - Lag - texti: Árni Thorsteinsson — Steingrímur Thorsteinsson - Guðrún Á. Símonar - Undirleikari Fritz Weisshappel.
 15. Í dag skein sól - Lag - texti: Páll Ísólfsson — Steingrímur Thorsteinsson - Kristinn Hallsson - Undirleikari Fritz Weisshappel. - Hljóðdæmi 
 16. Sólskríkjan - Lag - texti: Jón Laxdal — Þorsteinn Erlingsson - Þuríður Pálsdóttir - Undirleikari Fritz Weisshappel.
 17. Fegursta rósin í dalnum - Lag - texti: Árni Thorsteinsson — NN - Þorsteinn Hannesson - Undirleikari Fritz Weisshappel.
 18. Vor í dal - Lag - texti: Þjóðlag — NN - Daníel Þórhallsson með Karlakórnum Vísi, Siglufirði - Stjórnandi Þormóður Eyjólfsson - Undirleikari Emil Thoroddsen.
 19. Það er svo margt - Lag - texti: Ingi T. Lárusson — Einar E. Sæmundsson - Sigurður Ólafsson - Undirleikari Carl Billich.
 20. Sveinki káti - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns — NN - Tígulkvartettinn - Stjórnandi og undirleikari Jan Morávek.
 21. Við Vatnsmýrina - Lag - texti: Sigfús Halldórsson — Tómas Guðmundsson - Sigfús Halldórsson leikur og syngur.
 22. Kom ég upp í Kvíslarskarð - Lag - texti: Sigurður Þórðarsson — Dagfinnur Sveinbjörnsson - Guðmundur Jónsson með hljómsveit undir stjórn Victor Urbancic.
 23. Vorið er komið - Lag - texti: Þjóðlag — NN - Blandaður kór Hábæjarkirkju.
 24. Söngur bláu nunnanna - Lag - texti: Páll Ísólfsson — Davíð Stefánsson - María Markan - Undirleikari Fritz Weisshappel. - Hljóðdæmi 
 25. Nótt - Lag - texti: Árni Thorsteinsson — Magnús Gíslason - Kristinn Hallsson - Undirleikari Fritz Weisshappel.
 26. Ég bið að heilsa - Lag - texti: Ingi T. Lárusson — Jónas Hallgrímsson - Tígulkvartettinn - Stjórn og undirleikur Jan Morávek.

Textabrot af bakhlið plötuumslags[breyta | breyta frumkóða]

ÍSLENZKIR TÓNAR hafa þá ánægju að senda frá sér tvær langspilandi hljómplötur með fremstu listamönnum okkar og gefst því þeim, er góðri tónlist unna, tækifæri til að fá, á þessum tveim hljómplötum mikið af því bezta, sem gefið hefur verið út á Íslandi á hljómplötum hin síðastliðin 10 ár og auk þess mikið af lögum er aldrei hafa komið út áður. Á þessum tveimur plötum eru alls 26 lög, þar af 22 íslenzk, eftir 12 tónskáld við ljóð 22 íslenzkra skálda. 14 mismunandi söngvarar flytja við undirleik 7 mismunandi undirleikara, 6 kórar og kvartettar koma fram og 12 laganna hafa ekki komið út á plötu áður. Ríkisdtvarpið hefur annast allar upptökur af mikilli snilld og ekkert hefur verið sparað til að þessar plötur yrðu sem bezt úr garði gerðar. GÓÐA SKEMMTUN.