Sögur úr Andabæ
Útlit
Sögur úr Andabæ (enska: DuckTales) er bandarísk sjónvarpsþáttaröð fyrir börn framleidd af Walt Disney Television Animation. Þættirnir eru alls 100 og voru sýndir 18. september 1987 - 28. nóvember 1990. Teiknimyndin Sögur úr Andabæ: Leyndarmál týnda lampans eða DuckTales the Movie: Treasure of the Lost Lamp (opnunardagur: 3. ágúst 1990) kom einnig út á þessu tímabili.
Söguhetjur Andasagna eru íbúar Andabæjar: m.a. Jóakim Aðalönd og bræðurnir Ripp, Rapp og Rupp. Loftur Þotönd úr Andasögum átti eftir að verða mikilvæg sögupersóna í yngri sjónvarpsþáttaröðinni Darkwing Duck.