Solveig Lára Guðmundsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Solveig Lára Guðmundsdóttir (f. 13. nóvember 1956) er íslenskur prestur og vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal.

Solveig Lára ólst upp á Reynistað í Skerjafirði í Reykjavík. Foreldrar hennar eru Guðmundur Benediktsson (1924-2005) ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu og Kristín Anna Claessen (f. 1926) hjúkrunarritari. Eiginmaður Solveigar Láru er sr. Gylfi Jónsson héraðsprestur og eiga þau fjögur börn.

Solveig Lara lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1976, stundaði nám í grísku og listasögu í Edinborg 1977-1978 og útskrifaðist sem guðfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983. Hún stundaði framhaldsnám í guðfræði í Þýskalandi veturinn 1998-1999 og veturinn 2009-2010 stundaði hún nám í þjónandi forystu.[1]

Hún var aðstoðarprestur í Bústaðakirkju frá 1983-1986 er hún var skipuð sóknarprestur í Seltjarnarneskirkju[2] þar sem hún starfði í 14 ár eða til ársins 2000 er hún varð sóknarprestur að Möðruvöllum í Hörgárdal. Árið 2012 var Solveig Lára kjörin vígslubiskup að Hólum í Hjaltadal.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Mbl.is, „Solveig Lára vígð sem vígslubiskup“ (skoðað 1. ágúst 2019)
  2. „Afmæli - Solveig Lára Guðmundsdóttir“, Dagblaðið Vísir, 13. nóvember 1996 (skoðað 1. ágúst 2019)