Fara í innihald

Sólvallagata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sólvallagata er íbúðagata í Vesturbænum í Reykjavík. Hún liggur frá Hólatorgi og Ljósvallagötu í suðaustri til Ánanausta í norðvestri. Hámarkshraði er 30 km/klst; hún er tvístefnugata vestur að Hofsvallagötu, einstefna er til norðvesturs frá Hofsvallagötu til Bræðraborgarstígs og einstefna í suðaustur milli Bræðraborgarstígs og Ánanausta. Við hana standa bæði einbýlishús, tvíbýlishús, raðhús og fjölbýlishús. Á horni Sólvallagötu og Framnesvegar stendur Vesturbæjarskóli.

Gatan dregur nafn sitt að húsinu Sólvöllum (Sólvallagötu 12) sem síðar hýsti Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Jónatan Þorsteinsson, kaupmaður í Reykjavík reisti Sólvelli.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.