Sérgreiningarregla veðréttarins
Útlit
Sérgreiningarregla veðréttarins eru meginreglur innan veðréttar þar sem önnur þeirra kveður á um skyldu aðila til að lista þau verðmæti sem sett eru að veði þegar um sjálfsvörsluveð er að ræða, og hin felur í sér almennt bann við allsherjarveðsetningum. Fyrrnefnda reglan leiðir til þess að hverju og einu verðmæti þarf að lýsa nógu vel svo þriðji maður gæti auðkennt það, en hins vegar er enga almenna skilgreiningu að finna í íslenskum lögum um hversu nákvæm slík lýsing þyrfti að vera.